top of page

 Hundaþjálfun Trausta

Hundaþjálfari og atferlisfræðingur

341944231_255569106996677_4134139049504051028_n.png

Hundaþjálfun Trausta festir sig ekki í einni nálgum heldur viljum við velja nálgun sem hentar hverjum hund fyrir sig. Við leggjum mikið uppúr því að hundar séu með gott sjálfstraust og að umhverfisvenja hundinn. Almennt á eigandi að vera rólegur og yfirvegaður í þjálfun. Einnig er mikilvægt þegar verið er að kenna hundum að stjórna áreitinu til þess að það einbeiting sé á okkur. Enginn hundur er eins og þarf eigandi að læra inná hvað hentar sínum hundi og þjálfari að hjálpa eiganda hvað virkar fyrir sig og sinn hund. Hvaða verðlaun hundurinn metur mest til þess að fá hundinn til að vinna fyrir sig, hvort sem það er nammi, dót, klapp, leikur eða fleira. Það eru alltaf heimaverkefni fyrir eiganda og hund eftir alla tíma og við viljum að eigandinn ljúki þjálfun með fleiri svör en spurningar.

Þjónusta í boði

Atferlismat

Atferlismat er einfaldlega tími til að hitta hugsanlegan viðskiptavin og hundinn þeirra. Við gerum þetta til að fá tækifæri til að ræða og sjá þarfir viðskiptavinarins. Einnig notum við þetta tækifæri til að meta og greina hvers kyns hegðunarvandamál hundurinn kann að hafa. Lykillinn að því að breyta hegðun er að finna rót vandans. 

barking dog.jpg

Einstaklingsmiðuð þjálfun

Einstaklingsmiðuð þjálfun sem er fyrir hunda með hegðunarvandamál. Það er alltaf byrjað á atferlismati og svo fylgir á eftir einstaklingsmiðað plan fyrir hvern og einn hund.

thriggjamanada-fjarnamskeid-i-hundathjalfun-og-atferli-a-adeins-7-990-kr-kostar.jpg
image.png

Hælganga fyrir Reaktíva hunda

Er námskeið fyrir hunda sem eru reaktívir í taum og þá sérstaklega aðra hunda og fólk. Það er byrjað á 1 einkatíma og atferlismati áður en farið er og hisst í hóp.

345512266_792573058736092_6452572181225995676_n (1).jpg

Hælganga

Í hælgöngunámskeið okkar er farið yfir hælgöngu, áreiti og halda hundinum rólegum. Námskeiðið er haldið á stöðum sem við förum almennt út að ganga með hundana okkar. 

bottom of page